spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÍslandsmeistararnir semja við lykilleikmenn

Íslandsmeistararnir semja við lykilleikmenn

Íslandsmeistarar Hauka hafa samið við þrjá af lykilleikmönnum sínum til næstu tveggja ára.

Þær Þóra Kristín Jónsdóttir, Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Rósa Björk Pétursdóttir hafa allar skrifað undir nýja samninga samkvæmt fréttatilkynningu félagsins og verða með liðinu út tímabilið 2026-27.

Allar voru þær í lykilhlutverkum með liðinu á nýafstaðinni leiktíð, þar sem Þóra Kristín var t.a.m. valin verðmætasti leikmaður deildarinnar.

Tilkynning:

Það er með mikilli ánægju að tilkynna að þrír lykilleikmenn mfl.kv. hjá Haukum hafa skrifað undir nýja samninga hjá félaginu sem gilda út tímabilið 26-27. Þetta eru þær Þóra Kristín Jónsdóttir, Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Rósa Björk Pétursdóttir. Allar léku þær mikilvægt hlutverk s.l. tímabil þegar liðið varð bæði Deildar- og Íslandsmeistari eins og flestir ættu að muna.

Emil Barja hafði þetta að segja: “Það er mjög mikilvægt að halda þessum leikmönnum hjá okkur sem allar léku risastórt hlutverk í vetur og stigu upp þegar á reyndi til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Þessi íslenski kjarni í liðinu er ótrúlega öflugur og það verður gaman að vinna með þeim áfram og keppa um alla titla sem eru í boði.”

“Þetta er mikil gleðistund fyrir okkur í körfunni í Haukum að geta tryggt þessa leikmenn áfram og er lykilatriði til að geta haldið áfram þeirri vegferð sem Emil er á með liðið. Við í stjórn Hauka erum full tilhlökkunar og veit að stelpurnar eru allar mjög spenntar líka fyrir komandi tímabili og hlakka til að takast á við nýjar áskoranir”. Sagði Brynjar Þór Þorsteinsson formaður kkd.Hauka.

Með þessu er ljóst að sami íslenski kjarni verður áfram hjá kvennaliði Hauka og líklegt að það geti blandað sér í toppbaráttuna í Bónus deildinni.

Á myndinni f.v. Rósa Björk Pétursdóttir, Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Þóra Kristín Jónsdóttir og Brynjar Þór Þorsteinsson, formaður kkd. Hauka.

Áfram Haukar.

Fréttir
- Auglýsing -