Ísabella með tvennu í Króatíu

Ísabella Ósk Sigurðardóttir lék í gær sinn fyrsta leik fyrir Zadar Plus í króatísku úrvalsdeildinni, þegar liðið tapaði stórt fyrir Ragusa, 50-86. Þrátt fyrir stórtap komst Ísabella vel frá sínu með tvennu, 10 stig og 10 fráköst.

Ísabella gekk til liðs við króatíska liðið í sumar frá Njarðvík.