Halldór Karl Þórsson hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari Hamars í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Halldór hefur verið þjálfari liðsins frá tímabilinu 2022-23. Fór hann í eitt skipti með liðið upp í efstu deild, en það féll svo aftur tímabilið á eftir. Á síðasta tímabili fór hann alla leið í oddaleik um sæti í Bónus deildinni, þar sem Hamar laut í lægra haldi gegn Ármann.