Sindri hefur samið við tvo leikmenn fyrir næsta tímabil í fyrstu deild karla.
Sindri hefur samið við þá Erlend Björgvinsson og Birgir Leó Halldórsson um að leika með liðinu á næsta tímabili í fyrstu deild karla.
Erlendur er að upplagi úr Sindra, en hann kom til baka til Hafnar í fyrra og lék með liðinu á nýafstöðnu tímabili í fyrstu deildinni. Birgir Leó er einnig að upplagi úr Sindra, en hann er að koma til baka eftir að hafa leikið með Fjölni í fyrstu deildinni á síðasta tímabili.