ÍR hefur ráðið Pance Ilievski sem þjálfara meistaraflokks kvenna fyrir komandi átök í fyrstu deild kvenna, en samningur hans er til næstu þriggja ára. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum.
Samkvæmt tilkynningu ÍR kemur Pance inn í liðið með gífurlega reynslu sem fyrrum atvinnumaður í körfubolta og reyndur þjálfari. Hann kom fyrst til Íslands árið 2006 og lék þá með KFÍ (nú Vestri) í fyrstu deild karla. Hann þjálfaði einnig yngri flokka í Bolungarvík og tók svo við meistaraflokki kvenna hjá KFÍ tímabilið 2010 til 2011. Síðan þá hefur hann einnig stýrt kvennaliðum bæði hér á landi og erlendis.
Þá er Pance einnig bróðir þjálfara karlaliðs félagsins, Borche Ilievski.