spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaBirkir og Fróði framlengja

Birkir og Fróði framlengja

Þeir Birkir Máni Sigurðarson og Fróði Larsen hafa framlengt samninga sína við Selfoss fyrir komandi átök í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum rétt í þessu.

,,Birkir Màni er mikil skytta utan af velli sem var à síðasta leiktímabili að stíga sín fyrstu alvöru skref í meistaraflokki og var skilvirkur og beittur þegar hann steig inn à völlinn. Fròði Larsen leysti sitt hlutverk vel à síðasta leiktímabili og var kosinn leikmaður àrsins í 12.flokki og ætlar sér stærra hlutverk í meistaraflokki à komandi leiktímabili.” Segir í tilkynningu félagsins.

Fréttir
- Auglýsing -