Nýliðar Stjörnunnar hafa samið við Unni Töru Jónsdóttur fyrir komandi tímabil í Subway deild kvenna. Mun hún því vera taka skóna af hillunni þar sem hún hefur ekki leikið síðan árið 2021.

Unnur er 34 ára miðherji sem er alin upp hjá Herði á Partreksfirði. Á hennar ferli hefur hún einnig leikið með Haukum & KR þar sem hún lék síðast árið 2021. Þá á hún að baki 5 landsleiki fyrir Ísland.