Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Hauka mætast í árlegri meistarakeppni KKÍ komandi miðvikudag 20. september. Leikið verður á heimavelli Íslandsmeistara Vals og hefst leikurinn stundvíslega kl. 19:15. Miðasala fyrir leikinn fer fram í smáforritinu Stubb.