Kanada lagði Bandaríkin í morgun í bronsleik heimsmeistaramótsins 2023. Leikurinn var nokkuð jafn út venjulegan leiktíma, en að honum þurfti að framlengja. Í framlengingunni var kanadíska liðið svo miklu sterkara og uppskar að lokum nokkuð þægilegan framlengdan sigur, 118-127.

Fyrir Kanada var Dillon Brooks stigahæstur með 39 stig, en honum næstir voru Shai Gilgeous-Alexander með 23 og RJ Barrett með 23 stig.

Fyrir Bandaríkin var það Anthony Edwards sem dró vagninn með 24 stigum og Austin Reaves bætti við 23 stigum.

Tölfræði leiks