Auður Íris Ólafsdóttir og Arnar Guðjónsson munu áfram sjá um þjálfun Stjörnunnar í Subway deild kvenna en þetta var tilkynnt á Facebook-síðu félagsins í dag.

Þau Auður og Arnar voru við stjórnvölinn þegar Stjarnan tryggði sér sigur í 1. deild kvenna á síðustu leiktíð, en Auður hafði stýrt liðinu einsömul tímabilið þar á undan.

Stjarnan mun leika í Subway deild kvenna í fyrsta skipti frá árinu 2019 á komandi tímabili.