Íslenska U20 kvennalandsliðið endar í 6. sæti B-deildar Evrópumótsins þetta árið eftir tíu stiga tap gegn Rúmenum í leik um 5. sæti mótsins. Lokatölur 59-69.

Elísabeth Ægisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 16 stig.

Íslenska liðið lýkur því leik í 6. sæti, sem er besti árangur Íslands frá upphafi á kvennamóti.