Íslenska karlalandsliðið mætir Tyrklandi á morgun í fyrsta leik sínum í forkeppni Ólympíuleika 2024.

Leikurinn er sá fyrsti af þremur sem liðið mun leika í Istanbúl á næstu fjórum dögum, en samkvæmt skipulagi mótsins þarf liðið að vera í efstu tveimur sætum riðils síns til þess að eiga þess kost að leika undanúrslit og síðan úrslitaleik um sæti í undankeppninni.

Fyrsti leikur mótsins er gegn heimamönnum í Tyrklandi kl. 17:00 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV. Hérna er hægt að sjá hverjir það eru sem leika fyrir Íslands hönd í dag og hér fyrir neðan má sjá leikmannahóp Tyrklands.

Lið – félagslið:

Sehmus Hazer – Fenerbahce

Ygitcan Saybir – Turk Telekom

Sertac Sanli – Fenerbahce

Onuraip Bittim – BWB Team 2 Men

Sadik Emir Kabaca – Galatasaray

Okben Ulubay – Pinar

Berk Ugurlu – Besiktas

Furkan Korkmaz – Philadelphia 76ers

Alperen Sengun – Houston Rockets

Ercan Osmani – Andalou Efes

Kenan Sipahi – Pinar

Omer Yurtseven – Miami Heat

Ljóst er að um gífurlega sterkan hóp er að ræða sem mætir fyrir Tyrklands hönd á þeirra heimavöll á morgun. Þar sem flestir leikmenn þeirra leika í sterkum deildum Evrópu, EuroLeague eða NBA deildinni í Bandaríkjunum.

Stærsta stjarnan í þessum sterka hóp Tyrklands er 211 cm miðherjinn Alperen Sengun.Leikmaður sem kom upp í gegnum yngri flokka Banvit og lék síðar með Besiktas í efstu deild heimalandsins þar sem hann var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar 18 ára gamall áður en hann var valinn með 16. valrétt nýliðavals NBA deildarinnar 2021. Síðan þá hefur hann leikið tvö tímabil í deildinni með Houston Rockets þar sem hann skilaði 15 stigum, 9 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðasta tímabili.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil