Undir 16 ára lið stúlknalið Íslands lagði Bretland í dag í leik upp á 5. sætið á Evrópumótinu í Podgorica.

Leikur dagsins var gífurlega jafn fyrstu þrjá fjórðungana, en í þeim fjórða náði íslenska liðið að slíta sig frá þeim og sigra að lokum með 7 stigum, 79-72.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Kolbrún Ármannsdóttir með 14 stig, 14 fráköst og 4 stolna bolta. Þá skilaði Ísold Sævarsdóttir 10 stigum, 5 fráköstum, 5 stoðsendingum og Elísabet Ólafsdóttir var með 9 stig og 7 fráköst.

Tölfræði leiks