Fjölnir hefur samið við Raquel Laniero um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild kvenna.

Raquel er 22 ára 170 cm portúgalskur bakvörður, en hún er landsliðskona í heimalandinu ásamt því að hafa á sínum tíma spilað fyrir yngri landslið.

Raquel spilaði fyrir Njarðvík á síðasta tímabili, en þá var hún með 16 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali í leik.