Perla Jóhannsdóttir hefur framlengt samning sinn við KR og mun leika áfram með liðinu í 1. deild kvenna á komandi leiktíð.

Perla, sem er fædd 1996, hefur leikið allan sinn feril með KR, sem datt út í undanúrslitum 1. deildar kvenna á síðustu leiktíð.