Undir 18 ára drengjalið Íslands lagði Danmörku í dag á Norðurlandamótinu í Södertalje, 79-70. Bæði voru liðin taplaus fyrir leik dagsins, hvort um sig með tvo sigra, en Ísland er því eitt á toppnum eftir leikinn með þrjá sigra í jafn mörgum leikjum.

Hérna er meira um leikinn

Karfan náði tali af leikmanni liðsins Viktori Lúðvíkssyni eftir leik í Södertalje og spurði hann út í leikinn og hvað væri á döfinni fyrir hann á næsta tímabili, en hann samdi á dögunum við lið Munster í Pro A deildinni í Þýskalandi. Mun Viktor þá verða annar tveggja leikmanna Munster, en fyrir er þar Hafnfirðingurinn Hilmar Pétursson.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil