Undir 20 ára lið kvenna lagði Danmörku í dag í öðrum leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje, 66-58. Íslenska liðið leiddi nánast allan leikinn, en þurfti að hafa fyrir sigrinum þar sem að Danmörk var aldrei langt undan.

Fyrir leik

Ísland hafði fyrir leik dagsins unnið sinn eina leik í fyrradag gegn Noregi á meðan að Danmörk hafði tapað báðum sínum leikjum gegn Finnlandi og Svíþjóð.

Byrjunarlið Íslands

Elísabeth Ýr, Vilborg, Tinna Guðrún, Eva Wium og Agnes María.

Gangur leiks

Leikurinn fór nokkuð vel af stað fyrir Ísland þar sem þær eru snöggar að búa sér til smá forystu. Ná þó ekki að hrista Danmörku alveg frá sér á þessum upphafsmínútum, þar sem staðan er 12-9 eftir fyrstu fjórar mínúturnar. Leikurinn er svo í nokkru jafnvægi út fyrsta leikhluta, en að honum loknum var staðan jöfn, 22-22. Undir lok fyrri hálfleiksins nær Ísland þó að vera skrefinu á undan og fara með 8 stiga forystu til búningsherbergja í hálfleik, 39-31.

Stigahæst í nokkuð jöfnu íslensku liði í fyrri hálfleiknum var Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 8 stig á meðan að Emma Theódórsdóttir og Elísabeth Ýr Ægisdóttir voru báðar komnar með 7 stig.

Enn nær Ísland að vera skrefinu á undan í upphafi seinni hálfleiksins. Nokkuð bras er á báðum liðum sóknarlega í þriðja leikhlutanum, þar sem að mikið var um skrýtin skot og tapaða bolta. Ísland er þó áfram með forystuna inn í lokaleikhlutann, 50-43. Þær fá svo nokkur skot til að detta í upphafi fjórða leikhlutans og eru komnar 12 stigum yfir þegar 5 mínútur eru til leiksloka, 58-46. Undir lokin ná þær svo að lokum að sigla nokkuð þægilegum sigur í höfn, 66-58.

Atkvæðamestar

Agnes María Svansdóttir var stigahæst fyrir Ísland í leiknum með 17 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar. Henni næst var Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 15 stig og 5 fráköst. Þá skilaði Emma Theódórsdóttir 11 stigum, 10 fráköstum og Vilborg Jónsdóttir var með 6 fráköst og 8 stoðsendingar.

Hvað svo?

Næst leikur Ísland gegn heimakonum í Svíþjóð annað kvöld föstudag 30. júní kl. 17:15.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Gunnar Jónatansson)

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil