Haukar í Hafnarfirði hafa samið við Tómas Orra Hjálmarsson um að leika með liðinu á næstu tveimur leiktíðum í Subway deild karla.

Tómas er að upplagi Hornfirðingur og hefur spilað upp yngriflokka og í meistaraflokki með Sindra. Á síðustu leiktíð skilaði Tómas 9 stigum, 4 fráköstum og stoðsendingu í leik og var með 43% nýtingu fyrir utan þriggja stiga línunna.

Tómas er fæddur 2003 og er partur af U20 ára landsliðshópi Íslands sem undirbýr sig fyrir NM og EM núna í sumar.