Stjarnan semur við einn af efnilegri leikmönnum Íslands

Ásmundur Múli Ármannsson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Stjörnuna.

Ási sem er aðeins 16 ára kom inn í meistaraflokkshóp Stjörnunnar fyrir síðasta tímabil og kom við sögu í 12 leikjum á tímabilinu, spilaði mest rúmar 11 mínútur gegn Keflavík þar sem hann skoraði 9 stig. Þá hefur hann verið einn af burðarásum í þeim yngri landsliðum sem hann hefur verið í á síðustu árum.