Ragnar Örn Bragason mun leika með Þór frá Þorlákshöfn á komandi tímabili í Subway deild karla, en þetta tilkynnti félagið á Facebook síðu sinni í gær. Ragnar kemur til Þórsara frá fallliði ÍR, en er þó öllum hnútum kunnugur í Þorlákshöfn þar sem hann lék með Þór um árabil. Ragnar átti frábært tímabil þegar Þórsarar urðu Íslandsmeistarar vorið 2021.