Keflavík hefur framlengt samningi sínum við bakvörðinn Magnús Pétursson til ársins 2025.

Magnús er að upplagi úr Keflavík, en ásamt þeim hefur hann einnig leikið fyrir meistaraflokk Þróttar í Vogum, sem á síðustu leiktíð tryggðu sér sæti í fyrstu deildinni. Magnús kvaðst vera afar spenntur fyrir komandi tímabili í samtali við Keflavík FB. “Ég er þess fullviss að nýr þjálfari á eftir að koma með innspýtingu inn í okkar lið og spila skemmtilegan bolta. Framundan er krefjandi verkefni sem ég er þakklátur fyrir að vera hluti af og ætla mér stóra hluti í vetur.”