Drengjalið U-16 mátti þola annað tap í kvöld eftir spennandi leik gegn finnum 102-92 lokaniðurstaðan. Það mátti augljóslega sjá mikla bætingu á leik strákanna frá því í gær en það dugði því miður ekki til að ná í sigur. Liðið er því búið að tapa báðum leikjum sínum á Norðurlandamótinu í Kisakallio.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Heimi Gamalíel Helgason eftir leikinn, hann skilaði liðinu 22 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar í leiknum.