Framherjinn Friðrik Anton Jónsson hefur samið við fyrstu deildar lið KR til næstu tveggja ára.

Friðrik Anton er að upplagi úr Breiðablik, en kemur til KR frá Stjörninni, þar sem hann skilaði 5 stigum og 4 fráköstum á 12 mínútum spiluðum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð í Subway deildinni. Tímabilið á undan lék Friðrik með Álftanesi í 1. deild, þar var hann með 14 stig og 9 fráköst í leik.