Elvar Már Friðriksson og Rytas máttu þola tap í kvöld í fyrsta leik úrslitaeinvígis LKL deildarinnar í Litháen gegn Zalgiris, 108-93, en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér titilinn.

Liðin tvö höfðu endað í efstu tveimur sætum deildarkeppninnar, þar sem að Zalgiris voru deildarmeistarar, en meistararnir frá því í fyrra Rytas tveimur sigurleikjum fyrir aftan í 2. sætinu.

Á rúmri 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Elvar Már 10 stigum, frákasti 8 stoðsendingum og stolnum bolta.

Tölfræði leiks