Elvar Már Friðriksson og Rytas máttu þola tap fyrir Zalgiris í þriðja leik úrstilaeinvígis liðanna í LKL deildinni í Litháen, 95-80.

Á sléttum 17 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 13 stigum, frákasti og stolnum bolta.

Eftir leikinn leiðir Zalgiris einvígið með tveimur sigrum gegn einum, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn.

Tölfræði leiks