Chris Caird hefur skrifað undir tveggja ára samning við Grindavík. Mun hann koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla sem aðstoðarþjálfari og mun einnig sjá um styrktarþjálfun liðsins. Þá mun Chris einnig sjá um styrktarþjálfun hjá yngri flokkum deildarinnar ásamt því að þjálfa tvo flokka og samkvæmt tilkynningu koma að yngri flokka starfinu á ýmsan hátt.

Chris hefur verið viðloðandi íslenskan körfubolta síðan 2007. Fyrst sem leikmaður en sem þjálfari síðan 2018. Síðustu fimm tímabil hefur Chris verið þjálfari Selfoss.