Valur lagði Tindastól í troðfullu Síki á Sauðárkróki í kvöld í öðrum leik úrslitaeinvígis Subway deildar karla, 87-100. Fyrir leik kvöldsins leiddi Tindastóll einvígið 1-0, en fyrsta leikinn unnu þeir með minnsta mun mögulegum síðasta laugardag í Origo Höllinni. Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Tölfræði leiks

Karfan spjallaði við Pavel Ermolinskij þjálfara Tindastóls eftir leik í Síkinu.

Viðtal / Eysteinn Ívar Guðbrandsson