Valur tekur á móti Tindastól kl. 19:15 í kvöld í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla 2023.

Fyrir leikinn er staðan jöfn, 2-2, en allir hafa leikirnir unnist á útivelli í úrslitaeinvíginu.

Á síðasta ári þurfti einnig oddaleik til þess að skera úr um hvort þessara liða myndi hampa Íslandsmeistaratitlinum, en þá var það Valur sem vann eftir að hafa verið sterkari á lokasprettinum, 73-60.

Leikur dagsins

Úrslit – Subway deild karla

Valur Tindastóll – kl. 19:15

(Einvígið er jafnt 2-2)