Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza máttu þola þriggja stiga tap fyrir Granada í ACB deildinni í kvöld, 71-68.

Á tæpum 19 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 7 stigum, 5 fráköstum, stoðsendingu og 3 stolnum boltum.

Þrátt fyrir tapið siglir Zaragoza nokkuð lygnan sjó í neðri hluta deildarinnar, eru í 13. sæti af 18 liðum, 4 sigurleikjum fyrir ofan fallsvæðið.

Tölfræði leiks