Tindastóll varð um helgina meistari 2. deildar ungmennaflokks karla eftir sigur gegn Grindavík í framlengdum úrslitaleik í Blue Höllinni. Leikurinn var nokkuð spennandi, og eins og áður sagði þurfti framlengingu til að fá niðurstöðu, en Tindastóll hafði sigur að lokum 94-91. Örvar Freyr Harðarson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 27 stigum og 9 fráköstum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu ásamt þjálfara sínum Kalvin Lewis.

Mynd / KKÍ