Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Oviedo töpuðu með minnsta mun mögulegum fyrir Acunsa GBC í Leb Oro deildinni á Spáni í dag, 64-63.

Á tæpum 17 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þórir Guðmundur 5 stigum, 2 fráköstum og stolnum bolta.

Oviedo eru eftir leikinn í 15. sæti af 18 liðum með 9 sigra og 22 töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks