Stjarnan varð um síðustu helgi Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára stúlkna eftir úrslitamót í Glerárskóla á Akureyri.

Bæði Stjarnan og Valur unnu fjóra leiki af fimm á lokamótinu, en vegna sigurs Stjörnunnar gegn Val í lokaleik 26-21 stóðu þær uppi sem sigurvegarar. Ásamt Stjörnunni og Val kepptu á lokamótinu Hrunamenn, Aþena, Grindavík og Njarðvík.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af nýkrýndum Íslandsmeisturunum með þjálfurum sínum Viktori Alexanderssyni og Ivana Yordanova.

Mynd / KKÍ