Stjarnan varð um helgina Íslandsmeistari 9. flokks stúlkna eftir sigur gegn Njarðvík í Blue Höllinni. Stjarnan leiddi allan leikinn og héldu út þrátt fyrir góð áhlaup frá Njarðvík. Bo Guttormsdóttir Frost var valin maður leiksins, en hún skilaði 31 stigi, 18 fráköstum og 2 stolnum boltum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af nýkrýndum Íslandsmeisturunum ásamt þjálfara sínum Adama Darboe.

Mynd / KKÍ