Stjarnan varð um helgina Íslandsmeistari í 9. flokki drengja eftir sigur gegn Keflavík í úrslitaleik í Blue Höllinni. Keflavík byrjaði leikinn betur, en Stjarnan náði forystunni í lok fyrsta leikhluta og létu hana aldrei af hendi eftir það. Jakob Kári Leifsson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 41 stigi, 16 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af nýkrýndum Íslandsmeisturunum ásamt þjálfurum sínum Leifi Steini Árnasyni og Ragnari Björgvini Tómassyni.

Mynd / KKÍ