Stjarnan varð fyrir helgina Íslandsmeistari í 11. flokki drengja eftir sigur á ÍR í úrslitaleik í Blue Höllinni, 80-92.

Þrátt fyrir að Stjarnan hafi að lokum unnið leikinn með 12 stigum var hann nokkuð spennandi þar sem liðin skiptust í 13 skipti á forystunni og þá leiddi ÍR með 3 stigum í hálfleik. Góður lokasprettur Stjörnunnar var þó það sem skildi á milli liðanna í leiknum. Að honum loknum var Viktor Jónas Lúðvíksson valinn maður leiksins, en hann skilaði 33 stigum, 15 fráköstum og 3 vörðum skotum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu með þjálfurum sínum Inga Þór Steinþórssyni og Vigni Frey Magnússyni.