Stjarnan varð á dögunum eitt af fyrstu félögum til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitil þetta tímabilið þegar að 7. flokkur stúlkna þeirra tryggði sér titilinn.

Í lokamótinu unnu þær alla fjóra leiki sína gegn Val 56-23, gegn Haukum 35-22, gegn Grindavík 36-17 og gegn Keflavík 31-27. Í öðru sæti varð Keflavík, en þær voru einum leik frá sigri á mótinu.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu með þjálfurum sínum Kjartani Atla Kjartanssyni og Viktori Alexanderssyni.