Rétt í þessu var dregið í riðla fyrir forkeppni Ólympíuleikana 2024 á Filippseyjum.

Með góðum árangri í undankeppni HM 2023 náði Ísland í fyrsta skipti að vinna sér inn þátttökurétt í keppninni, en aðeins 16 þjóðir Evrópu komust í pottinn sem dregið var úr í dag.

Undankeppni fyrir leikana verður í tvennu lagi, en þær Evrópuþjóðir sem komust á HM 2023 koma inn í undankeppnina í seinni umferðinni.

Í þessum fyrri riðil keppninnar mun Ísland etja kappi við Tyrkland, Búlgaríu og Úkraínu

Um er að ræða nokkuð samkeppnishæfan riðil fyrir Ísland, þar sem Tyrkland er samkvæmt Evrópulista FIBA í 11. sæti, Úkraína 15. sæti, Búlgaría 24. sæti og Ísland 26. sæti.

Þessi forkeppnisriðill mun allur fara fram nú í ágúst.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil