Hamarsmenn hafa tryggt sér áframhaldandi þjónustu Ragnars Ágústs Nathanaelssonar og Björns Ásgeirs Ásgeirssonar fyrir komandi tímabil í Subway deild karla.

Ragnar og Björn eru báðir uppaldir hjá Hamri og voru lykilmenn þegar liðið tryggði sér þátttökurétt í Subway deildinni eftir úrslitakeppni 1. deildar. Báðir skoruðu þeir rúmlega 14 stig að meðaltali í leik, og Ragnar var þar að auki með 15 fráköst og 3 varin skot að meðaltali.