Ólöf Rún aftur heim í Grindavík

Ólöf Rún Óladóttir hefur samið við Grindavík um að leika með þeim á komandi tímabili í Subway deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Ólöf Rún er að upplagi úr Grindavík en hefur verið á mála hjá Keflavík frá árinu 2019. Með deildarmeisturum Keflavíkur skilaði Ólöf 5 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í 34 leikjum fyrir liðið.