Valur tekur á móti Tindastól kl. 19:15 í kvöld í oddaleik um Íslandsmeistaratitilin. Það sem af er einvígi liðanna hafa þau skipst á að vinna útileikina, þannig að Valur hefur í tvígang unnið í Síkinu og Tindastóll hefur unnið báða leiki sína í Origo Höllinni. 

Á síðasta ári þurfti einnig oddaleik til þess að skera úr um hvort þessara liða myndi hampa Íslandsmeistaratitlinum, en þá var það Valur sem vann eftir að hafa verið sterkari á lokasprettinum, 73-60.

Karfan hafði samband við Hjalta Þór Vilhjálmsson fyrrum þjálfara Keflavíkur og spurði hann út í einvígið og hvernig hann sér leik kvöldsins spilast.

Hvernig finnst þér einvígið hafa spilast, við hverju er að búast í þessum oddaleik?

Einvígið hingað til hefur verið fjörugt en mjög athygglisvert á sama tíma þar sem að menn bjuggust við því að Stólarnir myndu taka sína heimaleiki en þyrftu að taka einn útileik til að taka þann stóra. Stólarnir eru drifnir áfram á ákveðinni geðveiki, sem fellst bæði í orku leikmanna og stuðningsmanna. Það sem hefur þó gerst er að púðrið heima fyrir hefur verið stuttir sprettir en Valsarar náð að taka höggin og þá virðist allt fara í baklás hjá Stólunum. Stóra hringleikahúsið verður meira af yfirgnífandi pressu sem þeir virðast ekki ná að vinna úr á meðan leik stendur og menn líta út fyrir að vera mjög ráðviltir. Valsarar eru mun stöðugri og halda ávalt áfram sama hvað gengur á. Þegar Stólarnir ná að hlaupa er ekkert lið sem nær að standast þeim snúning. Valsarar eru með mjög þéttan kjarna sem kunna að vinna saman og það hefur fleytt þeim í tvo stóra sigra á útivelli sem menn töldu að væri ekki hægt að vinna á.

Hvernig fer leikurinn?

Ég hugsa að leikurinn í kvöld verði mjög svipaður og síðasti leikur þar sem að Stólarnir ná upp einhverjum mun og þá er bara spurning hvort að púðrið nái að þrauka líkt og í fyrsta leik eða hvort að Valsvélin nái að grípa momentið og taki leikinn líkt og í leik fjögur. Ég hallast að Valssigri en þetta verður hörku leikur sem ræðst á síðust mínútunum. Spurning hvort að Hjálmar taki sama move og í fyrra en ég hallast þó að því að minn maður Callum verði lykillinn í kvöld bæði í sókn og vörn.