Valur tekur á móti Tindastól kl. 19:15 í kvöld í oddaleik um Íslandsmeistaratitilin. Það sem af er einvígi liðanna hafa þau skipst á að vinna útileikina, þannig að Valur hefur í tvígang unnið í Síkinu og Tindastóll hefur unnið báða leiki sína í Origo Höllinni.
Á síðasta ári þurfti einnig oddaleik til þess að skera úr um hvort þessara liða myndi hampa Íslandsmeistaratitlinum, en þá var það Valur sem vann eftir að hafa verið sterkari á lokasprettinum, 73-60.
Karfan hafði samband við Dominykas Milka fyrrum miðherja Keflavíkur og spurði hann út í einvígið og hvernig hann sér leik kvöldsins spilast.
Hvernig finnst þér einvígið hafa spilast, við hverju er að búast í þessum oddaleik?
“Ég held að serían hafi verið svolítið í takt við leikstíl beggja liða..”
“Valur er miklu betra liðið á hálfum velli og þegar þeir geta takmarkað hraðaupphlaup Tindastóls eða hálfhraðaupphlaupsskot þeirra, ná þeir að vinna.”
“Tindastóll, ef þeir geta hlaupið og skorað margar auðveldar hraðaupphlaupskörfur þá munu þeir vinna…”
“Báðir sigurleikir beggja liða hafa unnist á því að annað liðið hefur náð að þvinga hitt liðið meira til að spila sinn bolta”