Þór hefur samið við Maddie Sutton um að leika með liðinu í Subway-deildinni á komandi tímabili.

Maddie kom til Þórs fyrir síðasta tímabil og var lykilleikmaður í för þeirra í úrslitaeinvígi fyrstu deildarinnar. Þrátt fyrir að hafa tapað þar fer Þór í Subway deildina á komandi tímabili vegna fjölgunnar í deildinni. Maddie spilaði 33 leiki með Þórsliðinu í vetur, skoraði 20 stig að meðaltali, tók 17 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og var með 31 framlagsstig að meðaltali í leik.