Kristinn Pálsson og Aris Leeuwarden eru komnir með bakið upp að vegg í undanúrslitaeinvígi sínu gegn ZZ Leiden í hollenska hluta BNXT deildarinnar eftir tap í öðrum leik í kvöld, 64-72, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig áfram í úrslitin.

Á 31 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Kristinn 7 stigum, 8 fráköstum, 4 stoðsendingum og stolnum bolta.

Tölfræði leiks