KR hefur samið við 11 leikmenn um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild kvenna. Staðfestir félagið þetta með fréttatilkynningu fyrr í dag. Um er að ræða unga og efnilega leikmenn sem allir hafa leikið með yngri flokkum KR.
Þetta eru þær Anna Margrét Hermannsdóttir, Anna María Magnúsdóttir, Arndís Rut Matthíasdóttir, Fjóla Gerður Gunnarsdóttir, Helena Haraldsdóttir, Hildur Arney Sveinbjörnsdóttir, Kolfinna Margrét Briem, Lea Gunnarsdóttir, Rakel Vala Björnsdóttir, Rebekka Rut Steingrímsdóttir og Steinunn Eva Sveinsdóttir.
