Hamarsmenn, sem nýlega tryggðu sér sæti í Subway deild karla fyrir komandi tímabil, hafa tilkynnt að José Medina muni taka slaginn með liðinu á komandi leiktíð. Medina, sen hefur einnig leikið með Haukum hér á landi, hefur verið einn albesti leikmaður 1. deildar karla undanfarin ár, og var alger lykilmaður í liði Hamars sem vann úrslitakeppni 1. deildar í síðustu viku.