Grindavík hefur framlengt samning Jóhanns Þórs Ólafssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, fyrir komandi tímabil í Subway deild karla. Honum til aðstoðar verður Jóhann Árni Ólafsson, en þetta var tilkynnt á Facebook síðu Grindvíkinga í dag.

Grindavík endaði í 7. sæti Subway deildarinnar í vetur, og var sópað ut gegn Njarðvík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.