Hilmar Smári Henningsson hefur framlengt samning sinn við Hauka út næsta tímabil í Subway-deild karla, en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Hilmar Smári, sem er uppalinn hjá Haukum, kom til félagsins frá Stjörnunni fyrir tímabilið sem enn stendur yfir, og var máttarstólpi í liði Hafnfirðinga sem datt út í átta liða úrslitum Subway deildarinnar eftir oddaleik gegn Þór.