Haukar urðu um síðustu helgi Íslandsmeistarar í 8. flokki stúlkna eftir sigur á úrslitamóti á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Haukar unnu þrjá leiki af fjórum á lokamótinu, en sigurinn tryggðu þær sér með því að vinna Stjörnuna í lokaleik 35-31. Stjarnan hafnaði hinsvegar í öðru sætinu með þrjá sigra af fjórum, en þurfti að sætta sig við silfrið vegna innbyrðisviðureignar gegn Haukum. Önnur lið sem tóku þátt í lokamótinu voru Ármann, Fjölnir og Keflavík.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af nýkrýndum Íslandsmeisturunum með þjálfara sínum Helenu Sverrisdóttur.

Mynd / KKÍ