Sameinað lið Hamars og Þórs í fyrstu deild kvenna hefur framlengt samninga sína við 10 leikmenn sem voru með félaginu á síðsutu leiktíð. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum um helgina.

Þær Anna Katrín, Valdís Una, Elín Þórdís, Hildur Björk, Þóra, Jóhanna Ýr, Stefanía Ósk, Gígja Rut, Emma Hrönn og Helga María skrifuðu undir samninga og munu taka slaginn með liðinu á næsta tímabili, en á því síðasta hafnaði liðið í 5. sæti deildarinnar.

Mynd/HamarÞór FB