Bakvörðurinn Halldór Garðar Hermannsson hefur framlengt samningi sínum við lið Keflavíkur til næstu tveggja ára. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum í gærkvöldi.

Halldór Garðar er að upplagi úr Þorlákshöfn, þar sem hann var leikmaður liðsins í eina Íslandsmeistaratitil Þórsara árið 2021. Eftir það tímabil skipti hann yfir til Keflavíkur, en þar var hann einn af mikilvægari leikmönnum liðsins á síðasta tímabili með 11 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar að meðaltali í leik.